Ricky Hatton kominn með nýtt viðurnefni 6. júní 2007 13:33 Castillo og Hatton mætast í Las Vegas þann 23. júní og verður bardaginn í beinni á Sýn NordicPhotos/GettyImages Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. "Þetta gælunafn er alls ekki ætlað til að stíða Castillo á nokkurn hátt og það tengist því ekki að hann sé frá Mexíkó. Málið er að ég á marga aðdáendur í Mexíkó og á líka vini þaðan eins og Marco Antonio Barrera. Ég er aðeins að reyna að stækka aðdáendahóp minn í Mexíkó með nýja gælunafninu og ætla inn í hringinn með sombrero-hatt og axlaslá," sagði Hatton léttur í bragði og bætti við að hann ætlaði aðeins að nota nýja gælunafnið í þessum eina bardaga. Hatton hefur alla tíð getið sér gott orð fyrir að vera drengur góður og þar að auki mikill háðfugl. Hann hefur beðið vin sinn Wayne Rooney að halda á meistarabeltunum sínum þegar hann gengur inn í hringinn í Las Vegas síðar í þessum mánuði, en óvíst er hvort Rooney tekur það í mál - því það mun hann þá gera undir laginu "Blue Moon" sem er stuðningsmannalag Manchester City. Hatton er stuðningsmaður City, en Rooney spilar sem kunnugt er með erkifjendunum í United. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Erlendar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. "Þetta gælunafn er alls ekki ætlað til að stíða Castillo á nokkurn hátt og það tengist því ekki að hann sé frá Mexíkó. Málið er að ég á marga aðdáendur í Mexíkó og á líka vini þaðan eins og Marco Antonio Barrera. Ég er aðeins að reyna að stækka aðdáendahóp minn í Mexíkó með nýja gælunafninu og ætla inn í hringinn með sombrero-hatt og axlaslá," sagði Hatton léttur í bragði og bætti við að hann ætlaði aðeins að nota nýja gælunafnið í þessum eina bardaga. Hatton hefur alla tíð getið sér gott orð fyrir að vera drengur góður og þar að auki mikill háðfugl. Hann hefur beðið vin sinn Wayne Rooney að halda á meistarabeltunum sínum þegar hann gengur inn í hringinn í Las Vegas síðar í þessum mánuði, en óvíst er hvort Rooney tekur það í mál - því það mun hann þá gera undir laginu "Blue Moon" sem er stuðningsmannalag Manchester City. Hatton er stuðningsmaður City, en Rooney spilar sem kunnugt er með erkifjendunum í United. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Erlendar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira