Viðskipti erlent

Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Þetta er í takt við spár greinenda, sem þó telja líkur á að bankinn hækki vextina síðar á árinu.

Bankinn hefur hækkað stýrivexti fjórum sinnum síðan í ágúst í fyrra með það fyrir augum að draga úr verðbólgu í Bretlandi, sem hefur verið í methæðum.

Þrýst hefur verið á bankann að hækka vextina frekar og er reiknað með því að þeir muni standa í 5,75 prósentum fyrir lok árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×