Erlent

65 íslenskar konur vilja bætur vegna sílikonbrjósta

65 íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst á árinu 1992 eða fyrr hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur fyrirtækinu sem framleiddi þær.

Kröfuhafar ætla sér að funda á Hótel Reykjavík þann 12. júní næstkomandi. Þar verður þeim gerð grein fyrir bótaferlinu og þær geta athugað hvort að þær geti sótt rétt sinn. Þetta kom fram í fréttatilkynningu í dag.

Sílikonfyllingar voru vinsælar á árum áður en margar þeirra voru meingallaðar. Þær áttu það til að springa og valda miklum veikindum hjá þeim konum sem þær fengu. Þær voru bannaðar í Bandaríkjunum árið 1992 en eru enn leyfðar í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×