Erlent

Putin reiðubúin að deila upplýsingum með bandaríska hernum

Jónas Haraldsson skrifar
MYND/AFP
Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagðist í dag tilbúinn að deila upplýsingum úr ratsjárstöð þeirra í Aserbaídsjan með bandaríska hernum.

Putin segir að sú stöð geti séð allt það svæði sem Bandaríkjamenn hafi mestar áhyggjur af. Hann hvatti í gær George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til þess að þekkjast tilboðið og nota rússnesku stöðina í stað þess að byggja aðra bandaríska í Austur-Evrópu.

Tilboðið virtist koma sendifulltrúum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Bush sagði þó í kvöld að hann myndi taka samstarfi við Rússa með opnum örmum.

Rússar líta á fyrirhugað eldlaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu sem ógn við áhrifasvæði þeirra og hafa hótað því að beina kjarnorkuvopnum sínum að evrópskum skotmörkum ef kerfið verður reyst. Bandaríkjamenn hafa hingað til haldið ró sinni og reynt að sannfæra Rússa um að þeir ætli sér ekki að nota kerfið gegn Rússum eða beina eldflaugum í því að Rússlandi. Hingað til hefur það ekki tekist nógu vel og sumum hefur þótt grilla í nýtt Kalt stríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×