Erlent

Bush í Albaníu

Guðjón Helgason skrifar

George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Þetta ríki á Balkan-skaga var áður vígi harðlínu kommúnista sem aðhylltust einangrunarstefnu, en þar er nú að finna dygga stuðningsmenn Bandaríkjamanna.

Vel var tekið á móti forsetanum og ekki mótmælt eins og gert var í Þýskalandi fyrir helgi og Ítalíu í gær. Bush átti í morgun fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt.

Forsetinn tjáði einnig stuðning sinn við sjálfstæði Albana í Kósóvó-héraði þrátt fyrir andstöðu Rússa. Frá Albaníu heldur Bandaríkjaforseti til Búlgaríu á morgun og þar lýkur Evrópuferð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×