Erlent

Njósna um Íran ofanfrá

Óli Tynes skrifar
Ofek 7 var skotið á loft í morgun.
Ofek 7 var skotið á loft í morgun.

Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð.

Ísraelar byrjuðu að smíða njósnahnetti fljótlega eftir Yom Kippur stríðið árið 1973, þegar Egyptar og Sýrlendingar komu þeim gersamlega á óvart með því að gera innrás í Ísrael á tvennum vígstöðvum. Þeir skutu sínum fyrsta gervihnetti á braut árið 1988.

Ofek 7 mun meðal annars fylgjast með mikilli hernaðaruppbyggingu Sýrlendinga á landamærum ríkjanna. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar. Ísraelar hertóku þær í sex daga stríðinu árið 1967.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×