Erlent

Skotið á forsætisráðuneyti Palestínu

Óli Tynes skrifar
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu. MYND/AP

Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna.

Embættismaður í forsætisráðuneytinu staðfesti í samtali við Reuters fréttastofuna að gerð hefði verið árás á ráðuneytið. Hann sagði ekkert um hvort einhver hefði fallið eða særst. Embættismaðurinn kenndi Fatah samtökunum um árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×