Erlent

Skotið á skrifstofu Haniyehs

Guðjón Helgason skrifar

Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Haniyeh sakaði ekki. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna.

Barist hefur verið hart á Gazasvæðinu í dag og síðustu daga og sjúkrahús jafnvel ekki örugg. Barist var á tveimur þeirra í dag í Gaza-borg og Beit Hanoun. Talið er að nærri áttatíu Palestínumenn hafi fallið í innbirgðis átökum síðan þau blossuðu aftur upp í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×