Erlent

Viðurkenndu barnaþrælkun

Kínverskt fyrirtæki játaði í dag að hafa börn í vinnu hjá sér en fyrirtækið framleiðir vörur fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Í upphafi neituðu talsmenn fyrirtækisins ásökunum harkalega.

Lekit Stationery, en það er fyrirtækið sem um ræðir, sagði að börn sem væru 12 og 13 ára hefðu verið ráðin af einum undirverktaka sínum. Þau hefðu þó ekki unnið beint að framleiðslu á vörum fyrir Ólympíuleikana.

Fréttirnar birtust eftir að rannsókn var gerð á starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í borginni Dongguan. Ákveðið var að rannsaka starfsemina eftir að þrýstihópur sagði að börn væru á meðal starfsmanna fjögurra fyrirtækja sem framleiddu vörur fyrir Ólympíuleikanna.

Börnin fengu jafngildi 160 íslenskra króna á dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×