Erlent

300 milljónir með breiðbandstengingar

Nærri 300 milljón jarðarbúar hafa nú aðgang að breiðbandstengingum fyrir internetið. Þær þýða aukinn vöxt á fyrirbærum eins og vefsíðunum MySpace og YouTube. Talið er að um 1,1 milljarður manna hafi aðgang að netinu en það er einn sjötti af jarðarbúum.

Þrátt fyrir þetta virðist sem að mikið bil sé á milli þjóða í þessu máli. Almennt er mikið um breiðbandstengingar í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku og löndum eins og Suður-Kóreu. Afríka hins vegar, er annað mál en þar er hlutfallslega mjög lítið um breiðbandstengingar.

Sem stendur eru um 60 milljónir Bandaríkjamanna fara á netið með breiðbandi. Í Kína,  þar sem nú eru um 54 milljónir með slíkan aðgang, er breiðbandstengingum sífellt að fjölga og búist er við því að fleiri Kínverjar en Bandaríkjamenn verði tengdir á þann hátt fyrir lok ársins.

Til samanburðar má nefna að aðeins fjögur ríki í Afríku komast á lista yfir lönd með breiðbandstengingar. Í Suður-Afríku eru 215 þúsund manns en í Súdan eru aðeins 3.000 manns með breiðbandstengingu. Hins vegar eru farsímar með mikla útbreiðslu í Afríku og hugsanlegt er að G3 kynslóðin eigi eftir að ná fótfestu þar fyrr þess vegna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×