Erlent

Óttast kjarnorkuöld

Vera Einarsdóttir skrifar
Átökin á gasa eru meðal þess sem skýrsluhöfundar segja að ýti undir spennu í heiminum.
Átökin á gasa eru meðal þess sem skýrsluhöfundar segja að ýti undir spennu í heiminum. MYND/AFP

Þýskir öryggis- og friðarsérfræðingar eru sannfærðir um að aukin spenna í alþjóðasamfélaginu muni leiða af sér nýja og hættulegri kjarnorkuöld.

Átök á Gaza-svæðinu og í Afganistan, hin óleysta kjarnorkudeila í Íran og aukin vopnaframleiðsla eru meðal þess sem þýsku sérfræðingarnir telja að muni auka á spennuna.

"Undanfarið hafa kjarnorkustórveldin bætt vopnabúr sín," sagði Bruno Schoch hjá Friðarrannsóknarstöðinni í Frankfurt þegar hann kynnti Friðarskýrsluna 2007 í Berlín í gær. "Heimurinn stendur nú frammi fyrir nýrri og mun hættulegri kjarnorkuöld."

Skýrslan er niðurstaða rannsóknar sem framkvæmd var af fimm þýskum rannsóknarstofnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×