Erlent

Royal yfirgefur eiginmann sinn

Þrátt fyrir sigur UMP er talið að tilkynning Segolene Royal, mótframbjóðanda Sarkozys í forsetakosningunum í síðasta mánuði, um að hún ætli að yfirgefa maka sinn eigi eftir að yfirgnæfa aðra umræðu í Frakklandi. Royal hefur verið með leiðtoga sósíalista, Francois Hollande, í 25 ár og á með honum fjögur börn.

Royal sagðist gera þetta svo Hollande gæti haldið áfram leit sinni að ást annars staðar. Þá tilkynnti hún einnig að hún muni takast á við Hollande um formannsstöðu sósíalistaflokksins.

Brestir virðast hafa verið komnir í samband skötuhjúanna nokkru fyrir forsetakosningarnar í síðasta mánuði. Royal og Hollande sáust takast í hendur í staðinn fyrir að kyssast á kinnar eins og venja er í Frakklandi og olli mynd af því atviki töluverðri umræðu. Fyrir forsetakosningarnar sagði Hollande að hann myndi ekki búa með Royal í forsetahöllinni ef hún bæri sigur úr býtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×