Erlent

Forsetafrú Kúbu látin

Vilma Espin.
Vilma Espin. MYND/AFP

Vilma Espin, eiginkona Raul Castro, sitjandi forseta Kúbu, lést í nótt, 77 ára að aldri. Vilma fæddist inn í ríka fjölskyldu og var menntuð í Bandaríkjunum. Snemma á sjötta áratugnum snerist henni þó hugur og gekk hún til liðs við byltingarmenn.

Vilma var í lykilhlutverki í byltingunni og barðist við hliðina á Raul og Fidel Castro gegn stjórnarhernum. Þá var hún ákafur talsmaður kvenréttinda og stofnaði baráttusamtök kvenna sem 85% kvenna á Kúbu eru meðlimir í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×