Erlent

Hart barist um skilgreiningu á vodka

Jónas Haraldsson skrifar
Absolut Vodki yrði skilgreindur sem alvöru vodki og mætti halda nafninu en Svíar eru á meðal þeirra sem vilja herða skilgreininguna.
Absolut Vodki yrði skilgreindur sem alvöru vodki og mætti halda nafninu en Svíar eru á meðal þeirra sem vilja herða skilgreininguna. MYND/AFP

Evrópuþingmenn eiga oft erfitt starf fyrir höndum og nú þurfa þeir að skilgreina hvað er vodki og hvað ekki. Þau lönd sem framleiða mestan vodka í Evrópu, skandinavía og Eystrasaltslöndin, vilja að vodki verði skilgreindur sem áfengi gert úr korni eða kartöflum. Með þeirri skilgreiningu yrði vodki frá stærri löndum sambandsins, eins og Frakklandi og Bretlandi ekki lengur vodki.

Ástæðan fyrir þessu er sífellt stækkandi markaður fyrir vodka í Evrópu. Löndin sem vilja herða skilgreininguna ætla sér á þennan hátt að tryggja sér sístækkandi sneið af markaðinum og útiloka þau lönd sem eru nýfarin að framleiða vodka og beita til þess nýjum og óhefðbundnum aðferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×