Erlent

12% af heilbrigðiskostnaði fer í sykursýki

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Nýjar rannsóknir sýna að gífurlegur hluti af því sem eytt er í heilbrigðismál í Bandaríkjunum fer í meðferð fyrir sykursjúkt fólk.

Rannsóknin er byggð á gagnagrunni yfir lyfjakostnað frá 2005 og var framkvæmd af tölfræðistofnun og sýnir að um 12% af öllum kostnaði til heilbrigðismála fer í aðhlynnun sykursjúkra. 79,7 milljónir dala af 645 milljónum fer í sjúkdóminn.

„Þessi sláandi skýrsla undirstrikar það að nú þarf eitthvað til að tryggja að árangur náist í baráttunni gegn sykursýki," segir Dana Haza, talsmaður aðstandenda rannsóknarinnar. „Það fer jafnmikill kostnaður í þennan sjúkdóm og fer í allt menntamálakerfið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×