Erlent

Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages
George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert.

Vestrænir leiðtogar hafa stillt sér við bak Abbas með loforðum um aukna hjálp, í von um að koma í veg ofbeldisfulla yfirtöku Hamas og koma á friði á milli Ísrael og Palestínu. „Við deilum þeirri hugsjón að við viljum sjá þessi ríki lifa hlið við hlið í sátt og samlyndi, og berjast gegn öfgasinnum á Gaza svæðinu.

Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu í gær að hjálpa Palestínu með fjármagni eftir að Hamas unnu kosningarnar í fyrra og neituðu svo að viðurkenna Ísrael og upphófu ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×