Erlent

Segja of mörg ríki útiloka flóttamenn

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í morgun að sífellt erfiðara væri fyrir flóttamenn að fá hæli. Yfirmaður stofnunarinnar, Antonio Guterres, sagði sum ríki hafa hert innflytjendalög sín svo mikið að jafnvel þeir sem ættu að fá hæli væri neitað um það.Þá ítrekaði hann að flóttamenn væru ekki hryðjuverkamenn heldur fórnarlömb þó svo margir virtust halda hið fyrra.

Fjöldi flóttamanna í heiminum jókst í fyrsta skipti í fimm ár á þessu ári. Aukningin er talin vera vegna átakanna í Írak og Sómalíu. Flóttamannastofnunin áætlar að um 44 milljónir hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna ofbeldis eða ofsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×