MySpace selt til Yahoo? 20. júní 2007 09:35 Rupert Murdoch. Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira