Erlent

Foreldrar Alan Johnston standa fyrir stuðningsvökum

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages
Foreldrar blaðamannsins Alan Johnston standa fyrir stuðningsvöku fyrir son sinn í Skotlandi. Þau hafa sleppt 100 blöðrum í loftið - einni fyrir hvern dag sem Johnston hefur verið í haldi samtaka sem kalla sig „Her Íslams“ á Gaza svæðinu.

Johnston var rænt að meðlimum Her Íslams á leið heim úr vinnu í Gaza-borg. Talið var að honum yrði sleppt á dögunum en ekkert varð úr því og er hann því enn í haldi mannræningjanna. Fyrr í mánuðinum birtu mannræningjarnir myndbandsupptöku af Johnston þar sem hann sagði að vel væri komið fram við hann.

Um 170 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til mannræningjanna þess efnis að Johnston verði sleppt úr gíslingu. Stuðningsvökur munu verða haldnar um allan heim í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×