Erlent

Aftöku frestað í Íran

Maður og kona í Íran hafa verið dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot, en dómsvaldið þar í landi hefur gefið út skipun um að bíða skuli með aftökuna. Ástæðan er gagnrýni vestrænna landa á þessari framkvæmd aflífana.

Talsmaður dómskerfis Íran segir að aftaka af þessum hætti hafi ekki verið framkvæmd í Íran í mörg ár. Yfirleitt sé fólk aflífað á annan hátt eða fái vægari dóma.

Aftökur með grjótkasti eru yfirleitt framkvæmdar þannig að sakborningarnir eru grafnir í jörðina upp að þind og eru svo grýttir til bana, en ekki má nota steina sem eru það stórir að þeir drepa strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×