Erlent

Flóttamönnum fjölgar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Í dag er alþjóðlegur dagur flóttamanna. Á síðasta ári voru flóttamenn tæpar tíu milljónir og er talið vist að þeim fari fjölgandi í náinni framtíð. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir ástandið mjög alvarlegt.

Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að flóttamönnum hafi fjölgað í fyrsta sinn í fimm ár á síðasta ári. Fjölgunin nemur 14 prósentum. Ofbeldið í Írak er stór orsakaþáttur á auknum fjölda. Flestir Írakar leita til Sýrlands eða Jórdaníu.

Stærstur hluti flóttamannanna kemur frá Afghanistan, eða rúmar tvær milljónir. Á eftir írökum og Afgönum eru það súdanar, Sómalar, Kongómenn og íbúar Burundi sem skipa næstu sæti.

Imran Riza talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Jórdaíníu segir ástandið grafalvarlegt. Hann segir í ár sé nú þegar 16 prósenta aukning

Ískýrslu Sameinuðu þjóðanna er þó ekki gert ráð fyrir um 4,3 milljónum palestínumanna sem falla undir Flóttamannaaðstoð Palestínumanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ef þeir eru taldir með hækkar tala flóttamanna upp í rúmlega 14 milljónir.

skýrslu Sameinuðu þjóðanna er þó ekki gert ráð fyrir um 4,3 milljónum palestínumanna sem falla undir Flóttamannaaðstoð Palestínumanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ef þeir eru taldir með hækkar tala flóttamanna upp í rúmlega 14 milljónir.

Þá er ekki tekið tillit til 25 milljón manns sem flúið hafa heimili sín vegna átaka, en teljast ekki flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum þar sem þeir eru landflótta í eigin landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×