Erlent

Sandur hættulegri en hákarlar?

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Samkvæmt rannsókn feðganna Bradley og Barry Maron hafa fleiri látið lífið af völdum sands heldur en af völdum hákarla. Í rannsókninni kemur fram að 16 ungmenni létust í Bandaríkjunum eftir að drukkna í sandi á árunum 1990-2006. Á sama tíma létust 12 af völdum hákarlaárásar.

Sanddrukknanir geta átt hættu á sér þegar grafin eru göng í sandinn ef að göngin hrynja. Einnig getur verið hættulegt að grafa djúpa holu í sand vegna möguleika á að veggir holunnar bresti og hrynji yfir viðkomandi.

Einn þeirra sem látið hafa lífið með þessum hætti var hinn 17 ára gamli Matthew Gauruder. Gauruder var í fótbolta á strönd þegar hann féll ofan í djúpa holu sem var þar fyrir. Veggirnir brotnuðu yfir hann með þeim afleiðingum að hann lést. Talið var að hann hafi verið fastur í sandinum í um 15 mínútur þegar náðist að grafa hann upp.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×