Hunter með fjórðung í Dobbies 21. júní 2007 11:20 Sir Tom Hunter, sem fer með fjórðung hlutabréfa í skosku garðvörukeðjunni Dobbies. Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira