Erlent

Útgöngubann í Sómalíu

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Millibilsríkistjórn Sómalíu hefur sett útgöngubann á íbúa höfuðborgar landsins, Mogadishu. Með því vonast stjórnin til að stöðva ofbeldisbylgjuna í landina. Síðasta atvik þar sem ofbeldi var beitt í Mogadishu var þegar handsprengju var hent að lögreglumönnum á Bakara markaðnum. Fimm manns létust við sprenginguna.

Mohamed Warsame Darwish, yfirmaður lögreglumála í Sómalíu, sagði að allir þeir sem sjáist úti á milli 16:00 og 2:00 verði umsvifalaust handteknir.

Íslamskir byssumenn eru sagðir vera ábyrgir fyrir árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×