Erlent

Óheppilegur dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

„Dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan var óheppilegur og bandalagið er að rannsaka málið," segir Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Hann kennir Talíbönum um hvernig fór, þar sem þeir hafi notað fólkið sem mannlegan skjöld.

Loftárás í suðurhluta Afghanistan varð 25 manns að bana á fimmtudagskvöld, þar af voru 12 úr sömu fjölskyldu. NATO segir að árásin hafi verið framkvæmd vegna þess að hersveitir urðu fyrir árás uppreisnarmanna. „Svona gerist og þetta er alltaf óheppilegt," sagði Scheffer á blaðamannafundi.

Yfir 230 óbreyttra borgara hafa látist af völdum átaka í landinu á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×