Erlent

Kjarreldar brenna 150 hús til grunna

Kjarreldar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa brennt rúmlega 150 heimili til grunna og sviðið tæplega átta hundruð hús um helgina. Enginn hefur þó látið lífið í eldunum. Slökkviliðsmönnum hefur reynst erfitt að ná stjórn á eldinum en rúmlega 500 hús til viðbótar eru á svæðinu sem hann stefnir á.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í El Dorado sýslu þar sem eldarnir geysa. Gríðarlegir þurrkar hafa verið í Kaliforníu það sem af er sumri og hefur hættuástandi víða verið lýst yfir þar sem líkur á því að kjarreldar blossi upp eru taldar mjög miklar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×