Erlent

Heilbrigðisyfirvöld í Kína setja reglur um líffæraígræðslu

Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa veitt 13 sjúkrahúsum leyfi til að stunda líffæraígræðslur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti líffæra. Reglugerð sem bannar viðskipti með líffæri í Kína tók gildi 1. maí síðastliðinn.

Mannréttindasamtök hafa þó áskað sjúkrahúsin um að reyna að hagnast á líffærum með því að selja líffæri úr föngum sem hafa verið aflífaðir. Þau sjúkrahús sem fengið hafa leyfi til líffæraígræðslu hafa leyfi til að græða hjarta, lungu, lifur og nýru í sjúklinga.

Engin önnur heilbrigðisstofunun í landinu hefur leyfi til líffæraígræðslu. „Ef önnur stofnun verður uppvís um að græða líffæri í fólk verður viðkomandi stofnun refsað samkvæmt lögum," greinir fréttastofan Xinhua frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×