Erlent

Suður-Kórea hefur matvælaaðstoð

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hófu í gær matvælaaðstoð við Norður-Kóreu, aðeins einum degi eftir að staðfest var að afvopnunarferlið sé hafið. Suður-Kórea hefur veitt grönnum sínum aðstoð í formi hrísgrjónasendinga en þeir hafa þurft að glíma við langvarandi matarskort.

Aðstoðinni var hætt á meðan óvíst var um útkomu afvopnunarviðræðna. Þá komu fulltrúar alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar til Norður-Kóreu í gær til viðræðna um hvernig væri best að haga afvopnunarferlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×