Erlent

Stéttarfélög hætta þátttöku í verkfalli

Stéttarfélög í Höfðaborg, sem eru meðlimir í COSATU, samtökum stéttarfélaga í Suður Afríku, hafa ákveðið að hætta þátttöku í verkfalli sem lamað hefur landið undanfarnar vikur. Um 160 þúsund meðlimir stéttarfélaga munu því mæta aftur til vinnu í dag og á morgun. Viðræður við COSATU munu halda áfram á morgun.

Stéttarfélög hafa sakað forseta landsins, Thabo Mbeki, um að hygla stórfyrirtækjum á kostnað fátækra. Verkfallið hefur beint sviðsljósinu að efnahagsstefnum ANC, ráðandi flokksins í Suður-Afríku en í vikunni verður haldin mikilvæg stefnumótandi ráðstefna hjá flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×