Erlent

Múmía Hatshepsut fundin?

Búist er við því að fornleifafræðingar í Egyptalandi segi frá einum mikilvægasta fundi þar í landi síðan múmía Tútankamons fannst þar árið 1922. Um múmíu drottningarinnar Hatshepsut er að ræða.

Hún var ein af mikilvægustu drottningum Egypta og var uppi um fimmtán hundruð árum fyrir Krist. Líf hennar og dauði eru enn þann dag í dag mikil ráðgáta og vonast fornleifafræðingar nú til þess að leysa hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×