Erlent

Áhrifa flóðanna gætir enn

MYND/AP

Samgöngur eru enn í ólagi í Englandi og Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Áfram er spáð rigningu en þó ekki jafn miklu úrhelli og var á mánudag. Fjórir hafa látist í flóðunum og síðast fannst mannslík í bíl í Worcestershire sem hafði færst í kaf í flóðinu.

Þúsundir hafa nú flúið heimili sín og enn er hætta á að Ulley og South Yorkshire stíflurnar bresti. David Rooke, yfirmaður flóðavarna hjá umhverfisstofnun Bretlands, segir ástandið enn mjög erfitt í hluta Yorkshire og fyrir miðju landsins. Ástandið á heildina litið er þó að skána og vatnsborð að lækka.

Samband breskra tryggingarfélaga hefur metið tjónið af flóðunum á hundruð milljónir punda og hefur hvatt stjórnvöld til að setja meira fé í flóðavarnir.

Ráðherrar hafa boðið verst stöddu svæðunum neyðaraðstoð og hjálp við hreinsunarstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×