380 beinar útsendingar í vetur Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 19:00 Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu. Fréttir Innlent Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu.
Fréttir Innlent Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira