Erlent

Táningur handtekinn fyrir morð í Englandi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Martin Dinnegan
Martin Dinnegan Mynd/sky

Táningur hefur verið handtekinn fyrir morðið á hinum 14 ára gamla Martin Dinnegan. Dinnegan var stunginn til bana eftir að hann og vinir hans lentu í útistöðum við 20 manna hóp á þriðjudaginn.

Krufning leiddi í ljós að dánarorsök Dinnegan var hnífsstungu í brjóstkassann. 15 ára drengur hefur verið handtekinn og er hann í haldi lögreglu í London.

Nokkrum tímum eftir að Dinnegan dó var annar ungur maður stunginn til bana í London, sá var 18 ára en málin tengjast ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×