Erlent

Galdraráðstefna í Noregi

Maggie Smith í hlutverki nornarinnar í Harry Potter
Maggie Smith í hlutverki nornarinnar í Harry Potter

Meira en sextíu sérfræðingar í fjölkynngi víðs vegar að úr heiminum ætla að hittast í bænum Vardo í Noregi til skrafs og ráðagerða. Ráðstefnan, sem ber heitið Alþjóðlega miðnætur fjölkyngis ráðstefnan, er skipulögð af skandínavískum og bandarískum háskólum.

Samkvæmt skipuleggjendum ráðstefnunnar heyra ofsóknir gegn galdrafólki fortíðinni til í Evrópu. Ofsóknir gegn konum, körlum og jafnvel börnum eru hins vegar enn algengar í sumum löndum Afríku og Asíu. Sérfræðingarnir segja að einstaklingar séu enn útskúfaðir úr samfélaginu eins og áður fyrr og gerðir að blórabögglum fyrir sjúkdómum, vondu veðri eða annarri ógæfu.

Auk þess að ræða slíkar ofsóknir verða Shamanism rædd, en það eru frumstæð trúarbrögð eru stunduð í norðaustur Asíu og meðal indíána. Sumir sérfræðingar telja að Shamanism hafi komið á undan öllum öðrum trúarbrögðum.

Galdarar njóta þó ekki bara vinsælda hjá háskólafólki því í kjölfar bókanna um Harry Potter hefur ungt fólk sýnt þeim mun meiri áhuga en áður fyrr.

Bærinn Vardo í Noregi var valinn sem ráðstefnustaður en þar voru um 80 konur brenndar á báli fyrir galdra á sautjándu öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×