Erlent

Nauðgunarlög í Súdan þarfnast yfirferðar

Konur og börn í Súdan
Konur og börn í Súdan MYND/AFP

Þörf er á því að yfirvöld í Súdan yfirfari lög um nauðganir til að stöðva þær fjöldanauðganir sem eiga sér stað í stríðshrjáðum héruðum Darfur. Fórnarlömb nauðgana hafa nær enga möguleika á því að leita réttar síns og eiga það jafnvel á hættu að verða lögsótt fyrir kynmök utan hjónabands.

Alþjóðlega flóttamannastofnunin segir hermenn í Súdan oft bera ábyrgð á ódæðisverkunum en talsmenn stjórnarinnar vísa því á bug að nauðganir séu notaðir sem vopn í stríðinu í Darfur.

Flóttamannastofnunin segir að stjórnvöld séu líklegri til þess að refsa fólki sem tilkynni nauðganir en gerendum. Eins sé hætta á því að konur sem segi frá verði sjálfar lögsóttar. Stofnunin hefur lagt fram 24 tillögur að úrbótum. Meðal annars er bent á nauðsyn þess að mennta fleiri dómara og kvenkyns lögregluþjóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×