Erlent

Segja Írana vita af hernaðaraðgerðum í Írak

Frá Bagdad. Á myndinni má sjá bandaríska hermenn að störfum.
Frá Bagdad. Á myndinni má sjá bandaríska hermenn að störfum. MYND/AFP

Háttsettir einstaklingar innan írönsku stjórnarinnar vita af hernaðaraðgerðum Byltingarvarða landsins í Írak. Talsmenn bandaríska hersins fullyrtu þetta í morgun. Bandaríski herinn hefur löngum ásakað Byltingarverðina, sem eru sérsveitir íranska hersins, um að hvetja til og auka á ofbeldi í Írak.

Bandaríkjamenn segja Byltingarverðina þjálfa uppreisnarmenn sjía og sjá þeim fyrir vopnum til þess að ráðast gegn bandarískum hermönnum. „Samkvæmt okkar upplýsingum vita háttsettir menn í íranska stjórnkerfinu af þessum aðgerðum," sagði talsmaður bandaríska hersins í Bagdad, Kevin Bergner, á fréttamannafundi þar í morgun.

Ásakanirnar eru þær beinskeyttustu sem Bandaríkjamenn hafa sett fram í málinu. Stjórnvöld í Íran hafa ávallt neitað því að Byltingarverðirnir standi fyrir aðgerðum í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×