Lið Djurgarden, sem að Sigurður Jónsson stjórnar, sigraði í dag lið Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 2-1 og var það Cardoso Nazaré Enrico sem skoraði bæði mörk Djurgarden. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Djurgarden og krækti sér í gult spjald áður en honum var skipt út af á 69. mínútu.
Djurgarden komst með sigrinum up í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki. IF Elfsborg er á toppi deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki.