Þúsaldarmarkmiðin í hættu Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 19:37 Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist. Fréttir Innlent Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira