Fótbolti

Stefán semur við Bröndby til fimm ára

Stefán Gíslason hefur samið við Bröndby í Danmörku
Stefán Gíslason hefur samið við Bröndby í Danmörku Mynd/Scanpix

Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason hefur undirritað fimm ára samning við danska liðið Bröndby eftir að það gekk í dag frá kaupum á honum frá norska liðinu Lyn. Stefán hefur farið mikinn með norska liðinu í sumar og segja danskir fjölmiðlar að lið í Þýskalandi og á Englandi hafi sýnt honum mikinn áhuga.

"Ég er rosalega spenntur og ánægður að hafa samið vð Bröndby. Ég valdi þetta félag af því ég hef alltaf heyrt að þetta sé fullkomið félag til að spila fyrir," sagði Stefán í samtali við VG í Noregi í dag. Stefán mun spila í treyju númer 20 hjá danska liðinu og mætir á sína fyrstu æfingu á mánudaginn. Hann skoraði 14 mörk í 80 leikjum fyrir norska liðið síðan hann gekk í raðir þess frá Keflavík árið 2005. Bröndby er eitt þekktasta liðið á Norðurlöndum og hefur 10 sinnum orðið meistari í Danmörku - síðast fyrir tveimur árum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×