Erlent

Segir Ísland eiga fullt erindi í öryggisráðið

Jónas Haraldsson skrifar

Brian Atwood, einn helsti sérfræðingur á sviði þróunarmála í heiminum vill endurskipuleggja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en segir þó Ísland eiga þar fullt erindi. Atwood hélt opin fund í utanríkisráðuneytinu í morgun.

Brian Atwood var aðalráðgjafi Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, í þróunarmálum. Hann starfaði einnig í nefnd um endurskipulagningu friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Atwood vill endurskipuleggja starfsemi þeirra, afnema neitunarvaldið og breyta atkvæðavægi eftir framlagi ríkjanna. Engu að síður sagði hann Ísland eiga fullt erindi í öryggisráðið.

Atwood segir að fátækt í heiminum sé ein mesta ógnin við stöðuleika, ekki síður en hryðjuverk og loftslagsbreytingar. Hann segir fátækt tengjast fyrrnefndum atriðunum órjúfanlegum böndum.

Bestu leiðina til þess að berjast gegn fátækt segir hann vera að auka viðskipti í löndunum og ýta undir sjálfbæra þróun, til dæmis í landbúnaði. Hann gagnrýnir rík lönd sem veita styrkjum til þróunarlanda en veita enn hærri upphæðum til verndar sínum eigin landbúnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×