
Fótbolti
Djurgården á toppinn

Djurgården komst í dag á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið lagði Malmö 1-0 í miklum baráttuleik. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar hafa hlotið 23 stig eftir 13 leiki, en Kalmar og Halmstad sem eru í öðru og fjórða sæti geta komist upp fyrir Djurgården með sigri í leikjunum sem þau eiga til góða.