Fólkið í skemmtibátnum var orðið skelkað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 7. júlí 2007 19:21 Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. Lögreglan telur að fólkið hafi verið í mikilli hættu. Björgunarsveitir voru kallaðar út á fyrsta tímanum í nótt auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var í viðbragðsstöðu.Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. Lögreglan telur að fólkið hafi verið í mikilli hættu. Björgunarsveitir voru kallaðar út á fyrsta tímanum í nótt auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var í viðbragðsstöðu.Helgi Lárus Guðmundsson björgunarsveitarmaður var einn fimm manna sem komu fyrst að strandstaðnum. Hann býr rétt við höfnina og hljóp þangað um leið og útkallið barst. Á höfninni hitti hann kollega sinn af höfuðborgarsvæðinu á litlum bát. Þeir lögðu strax af stað ásamt þremur öðrum. Helgi segir töluverðan velting hafa verið á skemmtibátnum þegar þeir komu að og flestir hafi staðið í stað þess að sitja. Fólkið var allt í björgunarvestum, en enginn gúmmíbjörgunarbátur var um borð.Hann segir yngra fólkið hafa verið skelkaðra en það eldra. Hafist hafi verið handa við að koma því í björgunarbátana þegar björgunarsveitir komu á staðinn. Einn maður hafi dottið fyrir borð og óttuðust björgunarmenn að hann hefði farið undir bátinn. Hann komst þó af eigin rammleik á skerið.Björgunarsveitarmennirnir reyndu að koma bátnum af skerinu en tóku þá eftir að gat var á honum; „Þá ákváðum við að hætta, enda búið að bjarga mannsskap, " sagði Helgi.Samkvæmt heimildum lögreglu er ekki grunur um að skipstjórinn hafi verið ölvaður eða undir áhrifum efna og öll réttindi hans voru í lagi. Innlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. Lögreglan telur að fólkið hafi verið í mikilli hættu. Björgunarsveitir voru kallaðar út á fyrsta tímanum í nótt auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var í viðbragðsstöðu.Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. Lögreglan telur að fólkið hafi verið í mikilli hættu. Björgunarsveitir voru kallaðar út á fyrsta tímanum í nótt auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var í viðbragðsstöðu.Helgi Lárus Guðmundsson björgunarsveitarmaður var einn fimm manna sem komu fyrst að strandstaðnum. Hann býr rétt við höfnina og hljóp þangað um leið og útkallið barst. Á höfninni hitti hann kollega sinn af höfuðborgarsvæðinu á litlum bát. Þeir lögðu strax af stað ásamt þremur öðrum. Helgi segir töluverðan velting hafa verið á skemmtibátnum þegar þeir komu að og flestir hafi staðið í stað þess að sitja. Fólkið var allt í björgunarvestum, en enginn gúmmíbjörgunarbátur var um borð.Hann segir yngra fólkið hafa verið skelkaðra en það eldra. Hafist hafi verið handa við að koma því í björgunarbátana þegar björgunarsveitir komu á staðinn. Einn maður hafi dottið fyrir borð og óttuðust björgunarmenn að hann hefði farið undir bátinn. Hann komst þó af eigin rammleik á skerið.Björgunarsveitarmennirnir reyndu að koma bátnum af skerinu en tóku þá eftir að gat var á honum; „Þá ákváðum við að hætta, enda búið að bjarga mannsskap, " sagði Helgi.Samkvæmt heimildum lögreglu er ekki grunur um að skipstjórinn hafi verið ölvaður eða undir áhrifum efna og öll réttindi hans voru í lagi.
Innlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira