Fimm í röð hjá Federer 8. júlí 2007 18:12 Federer brosti í gegn um tárin í dag AFP Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum. Federer vann úrslitaleikinn 7-6 4-6 7-6 2-6 og 6-2 og börðust þessir tveir bestu tennisleikarar heims í þrjár klukkustundir og 45 mínútur í stórkostlegum tennisleik í Lundúnum. Federer virtist vera með leikinn í hendi sér eftir að vinna sigur í fyrsta settinu, en sá spænski barðist til baka í tvígang og knúði fram oddasett. Federer féll á kné eftir sigurinn þar sem ljóst var að hann hefði jafnað stórkostlegan árangur Björns Borg frá árunum 1976-80, en Björn var einmitt á meðal áhorfenda í dag. Áhorfendur á mótinu risu úr sætum og hylltu báða spilara í lokin og Nadal gaf Federer eins góða keppni og hann hefur fengið á leið sinni til sigurs á þessum fimm árum. "Hver einasti sigur á þessu móti hefur verið mjög sérstakur fyrir mig, en að spila við mann eins og Nadal og ná að jafna met Björns er alveg einstakt," sagði Federer sem táraðist eftir átökin. "Nadal er frábær spilari og á eftir að verða á toppnum í mörg ár, svo ég nýt þess í hvert skipti sem ég næ að vinna hann núna - því hann á eftir að vinna alla leiki sem hann spilar einn daginn. Þetta var gríðarlega jafn leikur en ég hafði heppnina með mér í dag," sagði Federer. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu stærri myndir frá viðureigninni í dag, sem sýnd var beint á Sýn í fyrsta skipti í ár. AFPAFPAFPAFPNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum. Federer vann úrslitaleikinn 7-6 4-6 7-6 2-6 og 6-2 og börðust þessir tveir bestu tennisleikarar heims í þrjár klukkustundir og 45 mínútur í stórkostlegum tennisleik í Lundúnum. Federer virtist vera með leikinn í hendi sér eftir að vinna sigur í fyrsta settinu, en sá spænski barðist til baka í tvígang og knúði fram oddasett. Federer féll á kné eftir sigurinn þar sem ljóst var að hann hefði jafnað stórkostlegan árangur Björns Borg frá árunum 1976-80, en Björn var einmitt á meðal áhorfenda í dag. Áhorfendur á mótinu risu úr sætum og hylltu báða spilara í lokin og Nadal gaf Federer eins góða keppni og hann hefur fengið á leið sinni til sigurs á þessum fimm árum. "Hver einasti sigur á þessu móti hefur verið mjög sérstakur fyrir mig, en að spila við mann eins og Nadal og ná að jafna met Björns er alveg einstakt," sagði Federer sem táraðist eftir átökin. "Nadal er frábær spilari og á eftir að verða á toppnum í mörg ár, svo ég nýt þess í hvert skipti sem ég næ að vinna hann núna - því hann á eftir að vinna alla leiki sem hann spilar einn daginn. Þetta var gríðarlega jafn leikur en ég hafði heppnina með mér í dag," sagði Federer. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu stærri myndir frá viðureigninni í dag, sem sýnd var beint á Sýn í fyrsta skipti í ár. AFPAFPAFPAFPNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira