Erlent

Brown og Bush hyggja á nánara samstarf

Jónas Haraldsson skrifar

Bein útsending var á Vísi frá fyrsta fréttamannafundi Gordons Browns og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag. Brown er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Bandaríkjunum.

Hægt er að horfa á fréttamannafundinn í heild sinni hér á Vísi með því að smella á „Spila" hnappinn. Einnig er hægt að smella á hlekkina neðst í fréttinni til þess að sjá yfirlýsingar þeirra beggja og síðan hvernig þeir svöruðu spurningum fréttamanna.

Brown hefur hingað til lofað Bandaríkin og sagði að heimsbyggðin ætti að vera þeim þakklát fyrir foryustuna sem þau hafa veitt í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Brown sagði einnig á fréttamannafundinum að hann og Bush hafi sammælst um að sækjast þurfi eftir enn harðari refsingum gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar þess. Bush hrósaði þá Brown fyrir að hafa staðið sig vel í baráttu sinni gegn hryðjuverkum

Þá hafa þeir rætt í löngu máli um ástandið í Darfúr sem þeir segja mest aðkallandi mál í heimsmálum í dag. Einnig ræddu þeir um Afganistan og stöðu viðskipta og þá sérstaklega hversu mikilvægar Doha viðræðurnar eru.

Brown bætti við að samband ríkjanna tveggja ætti eftir að styrkjast á grundvelli þeirra gilda sem þjóðirnar tvær, Bretland og Bandaríkin, deila.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×