6 konur af 90 tekjuhæstu Íslendingunum 1. ágúst 2007 12:09 Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld. Þetta þýðir að 93 prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Níu skattaumdæmi eru í landinu. Enginn kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar apótekara sem var lengi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Pharmaco, síðar einn af stofnendum Delta. Í síðasta hefti Frjálsrar verslunar kemur fram að hún byggði upp veldi Milestone ásamt tveimur bræðrum sínum en seldi hlut sinn nýlega og einbeitir sér að eigin fjárfestingum. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Í öðru sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Sjá meira
Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld. Þetta þýðir að 93 prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Níu skattaumdæmi eru í landinu. Enginn kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar apótekara sem var lengi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Pharmaco, síðar einn af stofnendum Delta. Í síðasta hefti Frjálsrar verslunar kemur fram að hún byggði upp veldi Milestone ásamt tveimur bræðrum sínum en seldi hlut sinn nýlega og einbeitir sér að eigin fjárfestingum. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Í öðru sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Sjá meira