Fótbolti

Ráðist á Ravelli í Gautaborg

Fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í fótbolta, Thomas Ravelli, varð fyrir árás í gær í skemmtigarðinum Liseberg í Gautaborg. Sá sem réðist á Ravelli hafði skömmu áður verið hent út af veitingastaðnum Tyrolen. Fyrir utan rakst hann á Thomas Ravelli og sló til hans. Ravelli komst óskaddaður frá árásinni sem minnir óneitanlega á tilefnislausa árás á landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen í Reykjavík í síðustu viku. Ravelli gerir lítið úr atvikinu í samtali við sænska blaðið Expressen. Líkt og landsliðsfyrirliðinn ákvað Ravelli að kæra ekki til lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×