Fótbolti

Mark Hannesar dugði skammt

Hannes með íslenska landsliðinu
Hannes með íslenska landsliðinu Fréttablaðið/daníel

Hannes Sigurðsson skoraði fyrir Viking í Stafangri þegar liðið mætti Sandefjörd í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hannes kom Vikingi yfir á 9. mínútu en Sandefjörd skoraði síðan 4 mörk og vann leikinn 4-1.

Viking mistókst að ná 2. sæti í deildinni. Brann, sem leikur í kvöld við Vålerenga getur náð 6 stiga forystu með sigri. Brann er með 32 stig, Stabæk 29 og Viking 27.

Í dönsku úrvalsdeildinni vann Bröndby, Lyngby 3-0 á heimavelli. Stefán Gíslason byrjaði á varamannabekknum hjá Bröndby en lék síðustu 8 mínútur leiksins.

Rúrik Gíslason lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Viborg sem tapaði fyrir Midtjylland 1-0 í dag. Viborg er enn án stiga eftir 4 umferðir. Randers, sem vann Esbjerg 3-1 á útivelli hefur unnið alla 4 leikina og er með fjögurra stiga forystu á Horsens sem er í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×