Erlent

Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels

Óli Tynes skrifar
Frá Jerúsalem.
Frá Jerúsalem.

Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna.

Palestínumenn hafa áhyggjur af því að ríki þeirra verði ekki samfellt landsvæði. Arabiskir bandamenn Bandaríkjanna hafa hvatt Bush forseta til þess að leggja megináherslu á að ná sáttum milli Ísraela og Palestínumanna. Þeir óttast að átökin séu vatn á myllu íranskra öfgamanna sem ógni stöðgleika í Miðausturlöndum. Þeir eru í raun dauðhræddir um eigin hag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×