Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi 8. ágúst 2007 11:03 Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Í ársfjórðungsriti bankans segir að verðbólga muni ekki fara niður að tveggja prósenta viðmörkum seðlabankans á næstu tveimur árum verði stýrivöxtum haldið óbreyttum. Verði vextirnir hins vegar hækkaðir um fjórðung úr prósenti er gert ráð fyrir að þeir verði við mörkin. Gert er ráð fyrir því að bankinn hækki vextina á næstu mánuðum, að sögn breska blaðsins Guardian. Stýrivaxtahækkanir samhliða votviðri í sumar urðu þess valdandi að smásala jókst um 1,2 prósent í Bretlandi í júlí, sem er talsverður samdráttur á milli mánaða. Þá er þetta helmingi minni vöxtur í verslun en á sama tíma fyrir ári og hefur hann ekki verið hægari á árinu. Verslanaeigendur segja veðrið eiga hlut að máli enda hafi sumarklæðnaður selst illa. Fréttastofa Reuters bendir á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi sé þyrnir í augum verslanaeigenda enda hefur það valdið því að neytendur halda að sér höndum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Í ársfjórðungsriti bankans segir að verðbólga muni ekki fara niður að tveggja prósenta viðmörkum seðlabankans á næstu tveimur árum verði stýrivöxtum haldið óbreyttum. Verði vextirnir hins vegar hækkaðir um fjórðung úr prósenti er gert ráð fyrir að þeir verði við mörkin. Gert er ráð fyrir því að bankinn hækki vextina á næstu mánuðum, að sögn breska blaðsins Guardian. Stýrivaxtahækkanir samhliða votviðri í sumar urðu þess valdandi að smásala jókst um 1,2 prósent í Bretlandi í júlí, sem er talsverður samdráttur á milli mánaða. Þá er þetta helmingi minni vöxtur í verslun en á sama tíma fyrir ári og hefur hann ekki verið hægari á árinu. Verslanaeigendur segja veðrið eiga hlut að máli enda hafi sumarklæðnaður selst illa. Fréttastofa Reuters bendir á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi sé þyrnir í augum verslanaeigenda enda hefur það valdið því að neytendur halda að sér höndum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira