Lækkanir á flestum fjármálamörkuðum 9. ágúst 2007 14:28 Úr kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði talsvert við opnun viðskipta í dag. Helstu vísitölurnar hækkuðu nokkuð í gær en tóku dýfu í dag. Skýringanna er að leita í áhyggjum manna um að samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði hafi haft áhrif á alþjóðamarkaði. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 199,24 punkta í dag, eða 1,5 prósent. Standard & Poor's fór niður um 1,7 prósent en Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Vísitölurnar hækkuðu um allt að 2,1 prósent við lokun markaða vestanhafs í gær. Gengi bréfa í Evrópu og helstu vísitölur í álfunni hafa sömuleiðis lækkað í dag eftir að evrópski seðlabankinn greindi frá því að hann hyggðist veita fjármálafyrirtækjum sem hafi tapað fjármunum á bandarískum fasteignalánamarkaði stuðning til að koma í veg fyrir að áhrifa af honum gæti í Evrópu. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af lækkanaferlinu en bréf í ellefu félögum af þrettán hafa lækkað á Aðallista Kauphallarinnar í dag. Þá hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 2,16 prósent það sem af er dags og stendur í 8.234 stigum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði talsvert við opnun viðskipta í dag. Helstu vísitölurnar hækkuðu nokkuð í gær en tóku dýfu í dag. Skýringanna er að leita í áhyggjum manna um að samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði hafi haft áhrif á alþjóðamarkaði. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 199,24 punkta í dag, eða 1,5 prósent. Standard & Poor's fór niður um 1,7 prósent en Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Vísitölurnar hækkuðu um allt að 2,1 prósent við lokun markaða vestanhafs í gær. Gengi bréfa í Evrópu og helstu vísitölur í álfunni hafa sömuleiðis lækkað í dag eftir að evrópski seðlabankinn greindi frá því að hann hyggðist veita fjármálafyrirtækjum sem hafi tapað fjármunum á bandarískum fasteignalánamarkaði stuðning til að koma í veg fyrir að áhrifa af honum gæti í Evrópu. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af lækkanaferlinu en bréf í ellefu félögum af þrettán hafa lækkað á Aðallista Kauphallarinnar í dag. Þá hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 2,16 prósent það sem af er dags og stendur í 8.234 stigum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira